Yfirlit

Norðurskautssvæðið hlýnar sífellt hraðar og á meðan hafís heldur áfram að bráðna verður svæðið sífellt aðgengilegra fyrir skip sem flytja svartolíu. Svartolía er eitt af óhreinasta eldsneyti heimsins. Nánast er ómögulegt að hreinsa hana upp ef til leka kemur. Hún myndar einnig meira magn af loft- og loftslagsmengunarefnum en annað skipaeldsneyti. Alþjóðasiglingasamfélagið hefur þegar lagt bann við notkun á svartolíu á Suðurskautssvæðinu í ljósi þeirrar alvarlegu hættu sem hún hefur fyrir umhverfið. Tíminn er runninn upp til að veita Norðurskautssvæðinu, vistkerfi sem er álíka viðkvæmt fyrir truflun og mengun, svipaða vernd.
Skipaeldsneyti er flokkað eftir seigju þess. Á myndinni er eimuð eldsneytisolíuleif með litlu magni af brennisteini (vinstri, lítil seigja) og eimuð eldsneytisolíuleif með miklu magni af brennisteini (hægri, mikil seigja). Heimild: Asia Weekly
ship sea ice arctic pollution

Hætta sem tengist svartolíunotkun á Norðurskautssvæðinu

Eitruð og seigfljótandi

Svartolía (HFO) er gríðarlega eitrað seigfljótandi skipaeldsneyti sem brotnar hægt niður í sjávarumhverfinu, einkum á kaldari svæðum eins og Norðurskautinu.

Óviðráðanlegur leki

Ef að mikill svartolíuleki á sér stað kunna takmarkaðar vegasamgöngur, ókannað hafsvæði, erfiðar veðuraðstæður og siglingahætta á borð við hafís að gera hreinsunaraðgerðir nánast ómögulegar.

Hætta fyrir frumbyggja

Svartolíunotkun er hættuleg fyrir marga frumbyggja Norðurskautssvæðisins sem reiða sig á auðlindir sjávar fyrir næringar-, menningar- og efnahagstengdar þarfir.

Skaðleg mengunarefni

Svartolía myndar mikið af skaðlegum mengunarefnum á borð við brennisteinsoxíð, köfnunarefnisoxíð og kinrok, sem öll hafa verið tengd við aukna hættu á hjarta- og lungnasjúkdómum sem og ótímabær dauðsföll.  Ef farið væri að nota eimað eldsneyti með litlu magni af brennistein myndi losun á kinroki minnka um 30-80%.

Hraðari hlýnun

Kinrok hefur skert áhrif á loftslagsbreytingar þegar það er losað á hárri breiddargráðu.  Hlýnunaráhrifin aukast að minnsta kosti þrefalt á Norðurskautssvæðinu samanborið við losun á hafi úti.  Þetta stafar af því að í andrúmsloftinu taka agnir kinroks í sig geislunina að ofan sem og endurkastaða geislun að neðan, þannig tvöfaldan hlýnunaráhrifin.

Sjálfsstyrkjandi hringrás hlýnunar

Þegar agnir kinroks falla á snjó og ís Norðurskautsins dreifist geislunin frá snjónum og ísnum og lendir og uppsöfnuðum ögnum kinroks og valda frekari hlýnun. Einnig minnkar það magn sólarljóss sem endurkastast aftur út í geim.  Bráðnun snjós og íss verður hraðari og þannig eykst  stækkað yfirborðssvæði útsetts hafs sem er dökkur. Þannig er stuðlað að sjálfsstyrkjandi hringrásar hlýnunar af mannavöldum.

snow ice arctic

Lausnir

Í dag er svartolía notuð við tvennskonar athafnir á Norðurskautinu.  Svartolía er notuð sem skipaeldsneyti fyrir skip sem sigla um Norðurskautssvæðið. Einnig nota sum samfélög á Norðurskautinu svartolíu til að hita upp heimili sín og knýja búnað.  Þegar þessi notkun er höfð í huga þarf að beita tveimur aðskildum nálgunum við að draga úr þeirri hættu sem svartolíunotkun hefur í för með sér á Norðurskautssvæðinu:

 

Tekist á við hættuna sem tengist svartolíu sem skipaeldsneyti

Best er að hætta í áföngum að nota og flytja svartolíu sem eldsneyti á Norðurskautssvæðinu til að draga úr margskonar afleiðingum svartolíuleka og minnka skaðlega losun á svæðinu.  Ef til dæmis er hætt að nota svartolíu og farið að nota annað eldsneyti á borð við eimað eldsneyti með litlu magni af brennistein er áætlað að draga megi úr losun kinroks um 30%.

Tekist á við hættuna sem tengist farmflutningi á svartolíu

Þar sem sum samfélög Norðurskautsins reiða sig á svartolíu við notkun á heimilum leggur Clean Arctic Alliance ekki þessa stundina áherslu á farmflutning svartolíu.  Íhuga þarf þó farmflutning á svartolíu í framtíðinni svo hægt sé að takast á við hættuna samfara svartolíuleka á Norðurskautinu.

Áhrifaríkasta leiðin við að draga úr hættu er sú að hætta í áföngum að nota svartolíu sem skipaeldsneyti og er hún í forgangi á þessari stundu. Þess vegna ætti Alþjóðasiglingamálastofnunin, sem er viðeigandi alþjóðastofnun sem stýrir notkun og flutning á svartolíu, að innleiða lagalega bindandi verkfæri til að hætta í áföngum svartolíunotkun sem skipaeldsneyti á Norðurskautssvæðinu fyrir árið 2020.